Lionel Messi gæti spilað sinn síðasta leik fyrir Argentínu á morgun er liðið mætir Frakklandi á HM í Katar.
Um er að ræða úrslitaleikinn sjálfan en Messi er 35 ára gamall og hefur gefið sterklega í skyn að hann sé að hætta.
Vegna þess eru ýmsir miðlar að rifja upp fyrsta leik Messi fyrir Argentínu sem var spilaður fyrir 17 árum síðan.
Messi átti ömurlegan fyrsta leik fyrir þjóð sína en hann var rekinn af velli eftir aðeins 40 sekúndur.
Messi fékk beint rautt spjald fyrir að slá leikmann Ungverjalands í vináttuleik.
Síðan þá hefur Messi aldrei horft til baka og hefur skorað 112 landsliðsmörk í 194 leikjum.