Robin van Persie, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að félagið sé í dag þjálfað af einum besta stjóra heims.
Van Persie er Hollendingur líkt og þjálfari Man Utd, Erik ten Hag, sem tók við stjórnartaumunum í sumar.
Ten Hag hefur byrjað ágætlega með Man Utd síðan hann tók við en á erfitt verkefni fyrir höndum.
Van Persie er á því máli að Ten Hag sé einn sá besti í sínu starfsviði en hann var mættur á æfingasvæði enska liðsins á ný í vikunni.
,,Takk fyrir góða móttöku, Manchester United og Erik ten Hag,“ sagði Van Persie á Instagram síðu sinni.
,,Það var frábært að mæta aftur á Carrington og upplifa fyrri tíma og að læra af einum af besta þjálfaranum í nútíma fótbolta.“