Leikmenn Frakklands eru ‘búnir á því’ eftir leik við Marokkó í undanúrslitum HM í Katar.
Þetta segir markmaðurinn Hugo Lloris en Frakkarnir unnu Marokkó 2-0 í undanúrslitum og eru komnir í úrslit.
Frakkland mun spila úrslitaleikinn gegn Argentínu á sunnudaginn og verða vonandi búnir að jafna sig að hluta til svo að leikurinn verði jafn og skemmtilegur.
,,Við þurftum að þjást svo mikið, við erum búnir á því eftir leikinn en við erum í frábæru tækifæri á að koma franska liðinu í sögubækurnar, annar úrslitaleikurinn á fjórum árum,“ sagði Lloris.
,,Við vorum sterkir gegn Marokkó og tókum þeim sársauka sem við þurftum, það var ekki allt fullkomið.“
,,Þetta verður frábær úrslitaleikur. Argentína er með frábært lið og með leikmann sem hefur skráð sig sjálfan í sögubækurnar [Lionel Messi] en við erum með okkar styrkleika.“