Sofyan Amrabat, leikmaður Marokkó, var vel pirraður í undanúrslitum HM er liðið spilaði við Frakkland.
Amrabat stóð sig frábærlega fyrir lið Marokkó sem komst óvænt í undanúrslit en tapaði þar 2-0 gegn Frökkum.
Miðjumaðurinn var að verða vitlaus á framherjanum Olivier Giroud í leiknum sem vann eins og vél fyrir sitt lið.
Giroud lét Amrabat ekki í friði á vellinum og það skilaði sér að lokum.
,,Framherjinn þeirra, Olivier Giroud, elti mig út um allt á vellinum og ég öskraði á hann að hætta,“ sagði Amrabat.
,,Hann sagði mér að þetta væru hans fyrirmæli fyrir leikinn, hann átti að gera þetta allan tímann.“