Internet stjarnan KSI hefur greint frá því að Wayne Rooney hafi reynt að berjast við hann í boxhringnum.
KSI gerði garðinn frægan sem YouTube stjarna og síðar tónlistarmaður en hann er iðulega í því að boxa fólk í hringnum.
Rooney, goðsögn Manchester United, vildi fá tækifærið á að boxa við KSI sem svaraði tilboðinu neitandi.
Það er óljóst hvenær atvikið átti sér stað en Rooney er í dag þjálfari DC United í bandarísku MLS-deildinni.
,,Ég vona að þetta fari ekki í taugarnar á honum en Wayne Rooney heyrði í mér og sagði að við ættum að berjast,“ sagði KSI.
,,Ég svaraði og sagði nei, að ég hefði engan áhuga á því. Ég veit ekki hvort Wayne Rooney sé reiðubúinn í það en það væri gott að vera með hann í starfsliðinu.“