Erik ten Hag, stjóri Manchester United, er spenntur fyrir sölu félagsins sem fer væntanlega í gegn á næsta ári.
Glazer fjölskyldan hefur staðfest það að Man Utd sé nú til sölu og eru ýmsir aðilar að skoða kaup.
Ten Hag hefur rætt við Glazer fjölskylduna og segist hafa fengið skýr svör varðandi framhaldið.
Hann veit að meiri peningur mun koma inn í félagið sem gerir félagið kleift að vera enn öflugra á markaðnum næstu árin.
,,Þeir eru mjög opnir í viðræðum. Við ræddum um hvernig menningu við viljum hjá félaginu og ræddum um markmiðin,“ sagði Ten Hag.
,,Þeir staðfestu við mig að ekkert af því myndi breytast og að hlutirnir yrðu betri því meiri peningur mun koma inn fyrir næsta verkefni.“