fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
433Sport

Telur að Messi gæti náð næsta HM – Fær meiri virðingu en forsetinn

Victor Pálsson
Föstudaginn 16. desember 2022 21:11

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lionel Messi gæti vel spilað á HM 2026 ef þú spyrð markmanninn Emiliano Martinez sem leikur með honum í landsliði Argentínu.

Messi staðfesti í raun í vikunni að hann myndi ekki snúa aftur á HM eftir úrslitaleikinn í Katar sem fer fram á sunnudag.

Messi og félagar spila þar við sterkt lið Frakklands og getur hann fagnað sigri á HM í fyrsta sinn.

Martinez tekur það þó ekki í mál og telur að Messi geti spilað enn lengur.

,,Ég tel að hann geti spilað til fimmtugs. Hann lítur svo vel út og er með hlutina á hreinu – hann lætur allt líta út fyrir að vera svo létt,“ sagði Martinez.

,,Það er það erfiðasta að gera. Að spila með honum gerir mig svo sannarlega að betri knattspyrnumanni. Það var rétt að Messi myndi vinna Copa America, hann er hetja þjóðarinnar.“

,,Fólk virðir Messi meira en það virðir forseta landsins. Fólk myndi vera heima hjá sér í 24 tíma ef Messi myndi biðja um það. Hann er númer eitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Dómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ

Dómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mikill áhugi frá Manchester

Mikill áhugi frá Manchester
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Leikurinn fór ekki fram vegna lygilegs atviks – Beit kröftuglega í punginn á honum

Leikurinn fór ekki fram vegna lygilegs atviks – Beit kröftuglega í punginn á honum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Munu pottþétt selja hinn afar eftirsótta leikmann undir þessum kringumstæðum

Munu pottþétt selja hinn afar eftirsótta leikmann undir þessum kringumstæðum