Lionel Messi gæti vel spilað á HM 2026 ef þú spyrð markmanninn Emiliano Martinez sem leikur með honum í landsliði Argentínu.
Messi staðfesti í raun í vikunni að hann myndi ekki snúa aftur á HM eftir úrslitaleikinn í Katar sem fer fram á sunnudag.
Messi og félagar spila þar við sterkt lið Frakklands og getur hann fagnað sigri á HM í fyrsta sinn.
Martinez tekur það þó ekki í mál og telur að Messi geti spilað enn lengur.
,,Ég tel að hann geti spilað til fimmtugs. Hann lítur svo vel út og er með hlutina á hreinu – hann lætur allt líta út fyrir að vera svo létt,“ sagði Martinez.
,,Það er það erfiðasta að gera. Að spila með honum gerir mig svo sannarlega að betri knattspyrnumanni. Það var rétt að Messi myndi vinna Copa America, hann er hetja þjóðarinnar.“
,,Fólk virðir Messi meira en það virðir forseta landsins. Fólk myndi vera heima hjá sér í 24 tíma ef Messi myndi biðja um það. Hann er númer eitt.“