fbpx
Þriðjudagur 17.desember 2024
433Sport

Joey Gibbs genginn í raðir Stjörnunnar

Victor Pálsson
Föstudaginn 16. desember 2022 19:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sóknarmaðurinn öflugi Joey Gibbs er mættur í Stjörnuna en hann kemur til félagsins frá Keflavík.

Gibbs hefur undanfarin tvö ár spilað á Íslandi og hjálpaði Keflvíkingum að komast upp í Bestu deildinam á ný.

Þetta er mikið áfall fyrir Keflavík sem hefur verið að missa lykilmenn eftir sumarið.

Gibbs skoraði fimm mörk fyrir Keflavík á síðustu leiktíð en tíu mörk sumarið áður.

Tilkynning Stjörnunnar:

Við kynnum nýjasta leikmann liðsins, Josep Arthur Gibbs – Joey Gibbs

Joey kemur til Stjörnunnar frá Keflavík þar sem hann hefur verið síðan 2020. Joey hefur spilað 73 leiki fyrir Keflavík og skorað í þeim 46 mörk

“Ég er virkilega ánægður að Joey skuli ætla að taka slaginn með okkur en við höfum smátt og smátt verið að byggja upp nýtt lið í Garðabænum og teljum Joey passi virkilega vel inní það sem við viljum gera og muni ásamt Emil mynda eina öflugustu framlínu deildarinnar enda báðir gríðarlega góðir leikmenn sem vinna vel fyrir liðið og geta klárað leiki uppá sitt einsdæmi. Það var strax ljóst af samtölum okkar að metnaðurinn og viljinn til að gera vel er sannarlega til staðar og við erum sannfærðir um að Joey muni falla vel inní okkar umhverfi og þá liðsheild sem við erum að byggja, -þar sem hver leikmaður þekkir sitt hlutverk og er reiðubúinn til að leggja sig fram fyrir liðið og liðsfélaga sína ásamt því að hafa gaman af hlutunum, sem er forsenda fyrir því að ná árangri.”, -segir Helgi Hrannarr, formaður mfl. ráðs karla

“I’m very excited about my move to Stjarnan. When I first came to Iceland, Stjarnan was doing very well in the league and therefore, my first impression of the club was a very positive one. I’m also really excited about the journey that the team is on and I want to be part of that journey, getting Stjarnan back to competing for the titles available. Stjarnan has been a tough opponent for the past years and their style of play is an entertaining one and good to watch. I’m looking forward to this next chapter and to the fans of Stjarnan; I’m here to win and I want to make 2023 a special season for this club”, sagði Joey Gibbs

Við tökum virkilega vel á móti honum og hlökkum mikið til þess að sjá hann í bláu treyjunni í sumar!
Eigið einstaklega góða helgi, til hamingju Stjarnan and congratulations Joey Gibbs!
Skini Stjarnan ✨

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

7 milljarða maðurinn má finna sér nýja vinnuveitendur

7 milljarða maðurinn má finna sér nýja vinnuveitendur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Athyglisverðar vangaveltur Stefáns Einars eftir tíðindi helgarinnar – „Ég var nú bara að hugsa út fyrir boxið? Er það bannað?“

Athyglisverðar vangaveltur Stefáns Einars eftir tíðindi helgarinnar – „Ég var nú bara að hugsa út fyrir boxið? Er það bannað?“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

United setur af stað rannsókn vegna meints leka

United setur af stað rannsókn vegna meints leka
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rikki G og stjörnubræðurnir að norðan í hár saman – „Myndi bara shut my piehole“

Rikki G og stjörnubræðurnir að norðan í hár saman – „Myndi bara shut my piehole“