Cristiano Ronaldo er hættur að mæta á æfingar hjá Real Madird og er nú mættur til Dubai þar sem sólin skín.
Ronaldo fékk að mæta á æfingasvæði Real Madrid í tvo daga en hann er án félags.
Ronaldo og Manchester United ákváðu að rifta samningi kappans eftir frægt viðtal hans við Piers Morgan.
Ronaldo sem er 37 ára gamall hefur fengið tilboð frá Sádí Arabíu sem myndi gera hann að launahæsta leikmanni í heimi.
Ronaldo hefur ekki enn skrifað undir og vonast líklega til þess að stærri lið í Evrópu hoppi á það tækifæri að sækja hann.