Kristján Óli Sigurðsson var gestur í Íþróttavikunni með Benna Bó á föstudag. Í settið var einnig mættur Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs.
Giovanni Reyna, leikmaður Dortmund og bandaríska landsliðsins, var mikið í fréttum í vikunni en Gregg Berhalter þjálfari Bandaríkjanna íhugaði að senda hann heim af Heimsmeistaramótinu í Katar vegna viðhorfsvandamála.
„Ég elska hverja einustu setningu í þessu máli,“ segir Benedikt en það þykir furðulegt að þetta mál hafi farið út fyrir búningsklefann.
„Ég hélt að það sem gerðist inni í klefanum héldist í klefanum.“
Hörður tók til máls. „Ameríkanar eru amatörar þegar kemur að fótbolta.“
Hann telur Berhalter ekki koma vel út úr þessu. „Þetta gæti kostað hann starfið.“
Umræðan í heild er hér að neðan.