Samkvæmt hlaðvarpsþættinum Dr. Football er KR að ganga frá samningi við Luke Morgan Conrad Rae en hann kemur til félagsins frá Gróttu.
Rae er 21 árs gamall en hefur þrátt fyrir það farið víða á ferli sínum hér á landi. Hann gekk í raðir Tindastóls sumarið 2020, árið 2021 gekk hann í raðir Vestra og í sumar lék hann með Gróttu.
Rae verður fyrsti leikmaðurinn sem KR fær til sín eftir liðið tímabilið en hann ógnar sífellt með hraða sínum og krafti.
Rae kemur frá Englandi en hann spilar iðulega á kantinum en getur spilað sem fremsti maður ef þörf krefur á.
KR endaði í fjórða sæti Bestu deildarinnar í sumar en búast má við að Rúnar Kristinsson sæki fleiri leikmenn á næstu vikum.