fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Danir fjalla um jólamat Kolbrúnar – „Reykt lambakjöt og úldinn fiskur sem lyktar dögum saman“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. desember 2022 07:00

Kunna Danir nokkuð að meta góðan mat? Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tæp 30 ár hefur Kolbrún Haraldsdóttir búið í Danmörku. Hún býr nú í bænum Horsens á Jótlandi. Þar heldur hún jól að vanda en óhætt er að segja að þau séu með íslenskum brag þrátt fyrir langa búsetu í Danmörku.

Jólahald hennar var nýlega til umfjöllunar í Horsens Folkeblad eftir að blaðamaður þess heimsótti Kolbrúnu. Þegar hún var spurð hvort einhverjar danskar jólahefðir hafi laumast inn á heimilið sagði hún nei, að minnsta kosti ekki hvað varðar matinn.

Segir blaðamaður að jólamaturinn hjá Kolbrúnu samanstandi aðallega af reyktu lambalæri, kæstum fisk og tartalettum með hamborgarhrygg.

Óhætt er að segja að fyrirsögn greinarinnar fangi athyglina en hún er: „Reykt lambakjöt og úldinn fiskur sem lyktar dögum saman – Kolbrún heldur fast í íslenskan jólamat“.

Úldni fiskurinn er auðvitað kæst skata en hana borðar Kolbrún á Þorláksmessu eins og venja er. Hún segist fara í mat hjá vinum sínum og borða skötu þar því lyktin sé svo sterk að húsið lykti í marga daga.

Hvað varðar sjálfa jóladagana borðar fjölskyldan hangilæri á aðfangadagskvöld, hamborgarhrygg á jóladag og á milli hátíða gæðir fjölskyldan sér á afgöngunum í tartalettum.

Blaðamaður segir síðan að Kolbrún hafi boðið honum upp á íslenskar kleinur með rúsínum og segir að líklega verði maður að vera Íslendingur til að finnast þær betri en danskar kleinur. En miðað við myndina sem hann birtir af kleinunum þá voru það ástarpungar sem voru bornir á borð fyrir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu