Frank Lampard, stjóri Everton, hefur engan áhuga á að nota sóknarmanninn Salonmon Rondon meira á þessu tímabili.
Frá þessu greina enskir miðlar en Lampard mun gera allt til að losna við Rondon í janúarglugganum.
Hann mun fara svo langt og neyða Rondon í að æfa með varaliði Everton og senda þar skýr skilaboð.
Rondon er 33 ára gamall en hann verður ekki með Everton sem spilar gegn Wolves þann 26. desember.
Rondon hefur ekki staðist væntingar síðan hann kom til Liverpool borgar en hann var fenginn til liðsins af Rafael Benitez sem var svo rekinn.