Það er búið að opinbera hvað Luka Modric, leikmaður Króatíu, sagði eftir leik við Brasilíu í 8-liða úrslitum HM.
Modric tók sér tíma eftir sigur Króatíu til að hugga hinn ungra Rodrygo sem er liðsfélagi hans hjá Real Madrid.
Rodrygo klikkaði á vítaspyrnu sinni í vítakeppninni en Dominik Livakovic sá við stjörnunni ungu.
Rodrygo var miður sín eftir vítaklúðrið en fékk stuðning frá Modric sem beið með að fagna með liðsfélögum sínum.
,,Koma svo, vertu sterkur, allt í lagi? Allt verður í lagi. Þú ert sterkari en þetta tap,“ sagði Modric við Rodrygo.
,,Allir gera mistök, allir, heyrirðu það? Þú kemur til baka sterkari. Ég elska þig, ég elska þig vinur. Vertu sterkur.“