Það er möguleiki fyrir Sergio Ramos að snúa aftur í spænska landsliðið undir stjórn Luis de la Fuente.
La Fuente greinir sjálfur frá þessu en hann er tekinn við stjórnartaumunum af Luis Enrique sem var látinn fara eftir HM.
Ramos var ekki hluti af liði Enrique á HM í Katar en Spánn datt úr leik í 16-liða úrslitum óvænt gegn Marokkó.
Ramos er 36 ára gamall og einn allra besti varnarmaður sögunnar en hann spilar í dag með Paris Saint-Germain.
,,Sergio Ramos, getur hann snúið aftur í landsliðið? Já. Er hann í góðu standi? Já,“ sagði La Fuente.
,,Allir fótboltamenn sem eru í góðu standi eiga möguleika á að vera í hópnum.“