Loris Karius er ekki reiður út í Liverpool eða Jurgen Klopp eftir að hafa yfirgefið enska félagið í sumar.
Karius er í dag leikmaður Newcastle en hann hafði spilað með Liverpoolæ frá 2016 til 2022 eftir komu frá Mainz.
Karius var þó ekki hluti af hóp Liverpool nema í tvö tímabil og var í kuldanum eftir skelfilega frammistöðu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2018.
Eftir það hafði Klopp, stjóri Liverpool, engan áhuga á að nota Karius sem var síðar lánaður til Besiktas og svo Union Berlin.
Á síðustu leiktíð fékk Karius ekkert hlutverk hjá Liverpool og viðurkennir að það hafi verið mjög erfiður tími.
,,Tími minn hjá Liverpool var liðinn og ég vildi komast annað en það var erfitt að klára skiptin,“ sagði Karius um árið 2021 er hann vildi komast burt.
,,Ég var í stöðu þar sem ég þurfti að vera áfram hjá Liverpool en ég vissi líka að ég myndi ekki fá tækifæri. Þetta var rætt við Klopp.“
,,Það er ekkert illt okkar á milli en að vera í þessari stöðu var erfitt. Að vera ekki hluti af leikmannahópnum á síðustu leiktíð, þú saknar þess.“