fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Ruddist inn í íbúð, braut og bramlaði, en sleppur við refsingu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 15. desember 2022 16:30

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur sakfellt mann fyrir húsbrot og fíkniefnabrot vegna atvika sem áttu sér stað fyrir tveimur árum, í nóvember árið 2020.

Maðurinn var sakaður um að hafa ruðst inn í íbúð og verið með ógnandi hegðun í garð húsráðanda, sem bað hann um að fara. Hafi hann brotið hurð og hurðarkarm að salerni og auk þess brotið salernisrúllu á salerni íbúðarinnar.

Auk þess var maðurinn sakaður um að hafa haft í vörslu sinni kókaín og fleiri eftirlitsskyld efni, fannst þetta á honum þegar lögregla kom á vettvang og handtók hann.

Maðurinn játaði brotin skýlaust. Er hann með hreint sakarvottorð. Tekið var tillit til þess við ákvörðun dómsins, sem og til þess að töluverður dráttur hefur orðið á meðferð málsins sem hinn ákærði ber ekki sök á. Einn þáttur í viðbót sem varð til þess að manninum var ekki gerð refsing

Var ákvörðun refsingar hins ákærða frestað og skal hún falla niður að tveimur árum liðnum ef hann heldur almennt skilorð. Einn þáttur í viðbót sem varð til þess að manninum var ekki gerð refsing var ungur aldur hans. Ekki kemur þó fram hve ungur hann er.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Diljá Mist Einarsdóttir býður sig fram í varaformann Sjálfstæðisflokksins

Diljá Mist Einarsdóttir býður sig fram í varaformann Sjálfstæðisflokksins
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hefur áhyggjur af launahækkunum kennara

Hefur áhyggjur af launahækkunum kennara
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dagsektir verði lagðar á Hringdu

Dagsektir verði lagðar á Hringdu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir ámælisvert að ekki sé búið að banna umskurð drengja á Íslandi

Segir ámælisvert að ekki sé búið að banna umskurð drengja á Íslandi
Fréttir
Í gær

Ráðuneytið segir Dalvíkurbyggð ekki hafa fylgt reglum en ætlar ekki að gera neitt í því

Ráðuneytið segir Dalvíkurbyggð ekki hafa fylgt reglum en ætlar ekki að gera neitt í því
Fréttir
Í gær

Tryggvi deilir 10 lífslexíum sem hann lærði í lögreglunni – „Miðaldra konur áreita karlkyns lögreglumenn mest“

Tryggvi deilir 10 lífslexíum sem hann lærði í lögreglunni – „Miðaldra konur áreita karlkyns lögreglumenn mest“
Fréttir
Í gær

Hið umdeilda Arnarland afgreitt úr skipulagsnefnd Garðabæjar – Segjast skilja áhyggjur íbúa

Hið umdeilda Arnarland afgreitt úr skipulagsnefnd Garðabæjar – Segjast skilja áhyggjur íbúa
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður dæmdur fyrir húsbrot, brot gegn nálgunarbanni og margt fleira – Trylltist þegar hann sá fötin sín úti í plastpoka

Síbrotamaður dæmdur fyrir húsbrot, brot gegn nálgunarbanni og margt fleira – Trylltist þegar hann sá fötin sín úti í plastpoka