fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
433Sport

Neitar öllum ásökunum um líkamsárás

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 15. desember 2022 15:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðnings­maður Notting­ham For­est segist hafa óttast um líf sitt er meint árás Olli­e McBurni­e, fram­herja Sheffi­eld United á hendur honum er sögð hafa átt sér stað. Frá þessu greindi maðurinn í réttar­sal þar sem málið er nú tekið fyrir.

McBurni­e er sakaður um að hafa ráðist á hinn 27 ára gamla Geor­ge Brin­kl­ey eftir að fjöldi stuðnings­manna Notting­ham For­est hlupu inn á völlinn eftir að For­est hafði tryggst sér sigur gegn Sheffi­eld United í undan­úr­slitum um­spils um laust sæti í ensku úr­vals­deildinni fyrr á árinu.

Sak­sóknari í málinu segir McBurni­e hafa misst alla stjórn á skapi sínu en annar stuðnings­maður Notting­ham For­est skallaði McBurni­e í kjöl­farið.

McBurni­e neitar sök í málinu þar sem hann er sagður hafa traðkað á höfði stuðnings­mannsins. Fram­herjinn ber fyrir sig að hafa misst jafn­vægi og endað með fótinn á höfuði stuðnings­mannsins, eftir að hafa reynt að hjálpa liðs­fé­laga. Um ó­vilja­verk hafi verið að ræða.

Meðal sönnunar­gagna sem liggja fyrir í málinu eru upp­tökur frá um­ræddu kvöldi sem og vitnis­burður öryggis­varðar sem heldur því fram að McBurni­e hafi traðkað á höfði stuðnings­mannsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjórstjarnan snýr aftur til Íslands

Stjórstjarnan snýr aftur til Íslands
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besti árangurinn í 90 ár

Besti árangurinn í 90 ár
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Magnús Orri Schram nýr formaður KR

Magnús Orri Schram nýr formaður KR
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svona er staða mála á hugsanlegum skiptum Trent

Svona er staða mála á hugsanlegum skiptum Trent
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mikill pirringur innan herbúða Arsenal og stórstjörnur rifust heiftarlega fyrir framan alla í gær – Myndband

Mikill pirringur innan herbúða Arsenal og stórstjörnur rifust heiftarlega fyrir framan alla í gær – Myndband
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Draumaliðið – Samningslausar stjörnur sem geta farið frítt í sumar

Draumaliðið – Samningslausar stjörnur sem geta farið frítt í sumar