Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og segir að þetta komi fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Ágúst Bjarna Garðarsson, þingmanns Framsóknarflokksins, um hækkanir á tryggingariðgjöldum.
Fréttablaðið hefur eftir Runólfi Ólafssyni, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðareigenda, að þessar hækkanir séu til marks um græðgi og að félagið hafi reynt að vekja athygli á þeim fákeppnistilburðum sem virðist vera í gangi á þessum markaði.
Hann segir að félagið telji að Fjármálaeftirlit Seðlabankans eigi að hafa eftirlit með þessu þar sem hluti af tryggingunum sé lögboðinn og því sé eðlilegt að yfirvöld hafi eftirlit með þeim. Þetta sé eitthvað sem eigi að vega þungt hjá Seðlabankanum sem sé að reyna að gæta þess að verðlag fari ekki úr böndunum.