Ráðuneytið bendir á að rússneski þjóðernissinninn og fyrrum leyniþjónustumaður Igor Girkin tali um vanda við áætlun Rússa. Segir ráðuneytið að Girkin hafi sagt að hann hafi eytt tveimur mánuðum með herdeild í fremstu víglínu í bardögum í Donetsk. Síðasta upplifun hans sé að það séu taktísk vandamál við aðgerðir Rússa í Úkraínu.
Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine – 14 December 2022
Find out more about the UK government's response: https://t.co/lPmMUTJFOp
🇺🇦 #StandWithUkraine 🇺🇦 pic.twitter.com/SK0nu7xwyh
— Ministry of Defence 🇬🇧 (@DefenceHQ) December 14, 2022
Ráðuneytið bendir einnig á að Girkin hafi sagt að rússneski herinn sé ráði einfaldlega ekki yfir búnaði til að standa í nútímastríði.
Ákveðinn órói hefur verið á samfélagsmiðlum síðustu daga en þar hefur orðrómur verið uppi um að búið sé að reka Valery Gerasimov, hershöfðingja og æðsta yfirmann hersins að varnarmálaráðherranum undanskildum, úr starfi.
Ekki er vitað hvort þetta er rétt og hefur Bretum ekki tekist að fá þetta staðfest.
En ljóst er að það er óróleiki á heimavelli á sama tíma og hermenn berjast í nístandi vetrarkuldanum í Úkraínu.