Um miðnætti var tilkynnt um slys á veitingahúsi í Miðborginni. Þar hafði komið til ágreinings á milli manna sem endaði með að einn datt niður stiga og skarst á enni. Hann var fluttur á bráðadeild.
Tveir ökumenn voru handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Annar þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum og var um ítrekað brot að ræða hjá honum gegn ökuleyfissviptingunni.
Í Árbæjarhverfi voru tveir menn handteknir í íbúð eftir að tilkynnt var um mikla fíkniefnalykt frá íbúðinni. Þeir eru grunaðir um vörslu/sölu fíkniefna og voru þeir vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Hald var lagt á ætluð fíkniefni.
Á öðrum tímanum í nótt var tilkynnt um eld á svölum íbúðar í Árbæjarhverfi. Mikill reykur var á vettvangi. Íbúar náðu að slökkva eldinn en slökkvilið reykræsti. Ekki er vitað hver eldsupptökin voru en mikið var af dósum á svölunum. Vitni heyrði mikinn hvell frá svölunum og sá síðan eldsloga. Lítið tjón hlaust af.