Það búast allir við sigri Frakklands í kvöld er liðið spilar við Marokkó í undanúrslitum HM í Katar.
Marokkó hefur komið öllum á óvart á mótinu og hefur slegið út bæði Spán og Portúgl hingað til.
Frakkarnir eru þó með eitt allra besta landslið heims ef ekki það besta og ættu með öllu að fara í úrslitaleikinn.
Frakkland komst yfir strax á sjöttu mínútu í kvöld er Theo Hernandez kom boltanum í netið.
Markið má sjá hér.
MARK – Frakkland kemst yfir með marki frá Theo Hernandez á 6.mínútu pic.twitter.com/9w9tulxkLQ
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 14, 2022