Cristiano Ronaldo var óvænt mættur á æfingasvæði Real Madrid í dag en hann er án félags þessa stundina.
Ronaldo fékk leyfi frá spænska stórliðinu að nota æfingasvæði félagsins eftir HM í Katar.
Ronaldo spilaði sitt síðasta HM með Portúgal en liðið féll úr leik eftir svekkjandi frammistöðu gegn Marokkó.
Sóknarmaðurinn hefur yfirgefið Manchester United og er óvíst hvert hans næsta skref á ferlinum verður.
Afar litlar líkur eru að Ronaldo semji aftur við Real en hann gerði garðinn frægan með liðinu í mörg ár.
Tekið er fram að Ronaldo hafi ekki æft með aðalliði Real heldur fékk aðeins að nota svæðið fyrir sjálfan sig.
View this post on Instagram