Kvennalandslið á Heimsmeistaramótinu í Ástralíu og Nýja-Sjálandi fá ekki að fara með 26 manna leikmannahópa á mótið, líkt og karlalandslið fá nú á HM í Katar.
Það er Bild sem segir frá þessu. Þar kemur fram að Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hafi hafnað beiðni nokkurra af stærri knattspyrnusamböndum heimsins um að fá að fjölga leikmönnum úr 23 í 26.
Þetta var gert nú á HM í Katar karla megin sem nú stendur yfir.
Rökin sem gefin eru fyrir því að þessu sé hafnað í kvennaflokki eru þau að þetta myndi gefa stærri landsliðum með betri leikmenn of mikið forskot.
Þá ber FIFA það einnig fyrir sig að HM kvenna á næsta ári muni fara fram á hefðbundnum tíma, að sumri til, ólíkt HM karla sem nú fer fram yfir hávetrartímann.