fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Ákæran í hryðjuverkamálinu – Sindri sagður hafa reynt að verða sér út um lögregluskilríki og lögreglubúning

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 14. desember 2022 15:01

Ísidór og Sindri Snær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV hefur undir höndum ákæru í hryðjuverkamálinu svonefnda, gegn þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Nathansyni. Í fyrsta lið ákærunnar er Sindra Snæ gefin að sök tilraun til hryðjuverka, „með því að hafa ákveðið að valda ótilgreindum hópi fólks, á ótilgreindum stað, bana eða stórfelldu líkamstjóni eða stefna lífi þeirra í hættu með stórfelldum eignaspjöllum.“

Segir að Sindri hafi sýnt þennan ásetning í verki með orðfæri og yfirlýsingum á samskiptaforritinu Signal. Hann hafi einnig gert það með því að útbúa, framleiða og afla sér skotvopna, íhluta í skotvopn, skotfæra og varnarbúnaðar. Hann hafi auk þess keypt árásarriffla af gerðinni AK-47 og AR-15 og breytt þeim í hálfsjálfvirk skotvopn.

Ennfremur er hann sagður hafa sótt sér efni frá þekktum hryðjuverkamönnum og orðið sér úti um efni og upplýsingar um sprengju- og drónagerð.

Sindri er ennfremur sagður hafa reynt að verða sér úti um lögregluskilríki, lögreglufatnað og lögreglubúnað með það fyrir augum að villa um fyrir fólki í tengslum við skotárás á fólk. Ekki er tilgreint í ákæru með hvaða hætti Sindri hafi viðhaft þessar tilraunir til að komast yfir þennan búnað.

Ísidór er sakaður um hlutdeild í brotinu með því að liðsinna Sindra í orði og verki og hvetja hann áfram. Einnig með því að útvega honum upplýsingar um þekkta hryðjuverkamenn, sem og upplýsingar um sprengju- og drónagerð. Auk þess er hann sakaður um að hafa hafa tekið þátt í framleiðslu skotvopna með Sindra.

Bæði Sindri og Ísidór eru síðan ákærðir fyrir stórfellt vopnalagabrot með því að hafa ólögleg vopn í vörslu sinni og framleiða vopn.

Báðir piltarnir eru einnig ákærðir fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa haft maríhúana, amfetamín og stera í vörslu sinni.

Sindri og Ísidór sátu í gæsluvarðhaldi frá 21. september þar til í gær er þeir voru látnir lausir úr haldi. Landsréttur sneri þá við gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms sem hafði úrskurðað þá í gæsluvarðhald til 6. janúar á næsta ári. Ákvörðun Landsréttar er grundvölluð á geðmati á piltunum þar sem þeir eru metnir hættulausir gagnvart sjálfum sér og öðrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks