Samkvæmt krufningu á bandaríska blaðamanninum Grant Wahl bendir ekkert til þess að dauða hans hafi borið að með saknæmum hætti. Eiginkona hans greinir frá þessu í yfirlýsingu.
Wahl lést í Katar er hann starfaði við umfjöllun um Heimsmeistaramótið þar í landi.
Við krufningu kom í ljós að Grant var með langvarandi hjartasjúkdóm sem var ekki vitað af og stafaði dánarorsökin af rofi á ógreindum ósæðargúlpi.
Fyrr á mótinu hafði Wahl verið vísað af leikvangi í Katar fyrir að vera í bol með regnbogafána á. Hann var til stuðnings við bróðir hans sem er samkynhneigður.
Bróðirinn vildi meina að dauðann hafi borið að með saknæmum hætti en dró það svo til baka.
Grant Wahl’s wife’s, Dr. Celine Gounder, provided an update about his cause of death after the autopsy was performed in New York. “There was nothing nefarious about his death.”https://t.co/3fbsGUlMXX pic.twitter.com/V5isPpOU8c
— Kyle Bonagura (@BonaguraESPN) December 14, 2022