fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Anna Karen segir Simma Vill fara með rangt mál um klámmyndbandið – „Ég veit hver lak myndbandinu“

Fókus
Miðvikudaginn 14. desember 2022 11:55

Anna Karen og Simmi Vill.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Karen Sigurðardóttir segir athafnamanninn Sigmar Vilhjálmsson fara með rangt mál í hlaðvarpsþættinum 70 mínútur, sem kom út í síðustu viku.

Anna Karen tók þátt í alræmdu klámmyndbandi í sjúkrabifreið í Skógarhlíð sem varð til þess að slökkviliðs- og sjúkraflutningamanninum – sem tók þátt í myndbandinu með henni – var sagt upp störfum. Hún segist vita hver hafi lekið myndbandinu, sem var tekið upp í október síðastliðnum.

Sjá einnig: Allt sem við vitum um klámskandal Slökkviliðsins – Þurfti að stökkva frá í miðjum ástaratlotum útaf útkalli

Í nýjasta þætti 70 mínútna, sem kom út á fimmtudaginn síðastliðinn, ræðir Simmi um myndbandið umdeilda við meðstjórnanda sinn, Huga Halldórsson. Anna Karen segir Simma hafa farið með rangt mál í þættinum og lætur hann heyra það á Instagram.

Skjáskot/Instagram

Þáttastjórnendur sögðu að þeim þætti viðbrögð Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu of harkaleg. „Það er alltaf beint rautt, ræðum þetta aðeins […] Þetta er ekki í lagi, vinur. Nú þarftu að vinna í heilan mánuð og færð ekki útborgað,“ sagði Hugi.

Simmi stakk þá upp á að það hefðu verið dregin af honum laun fyrir þrif á sjúkrabílnum.

„Hún frussaði náttúrulega öllu þarna út um allt,“ sagði Hugi. „Í úrklippunni þarna, það þurfti að þrífa þetta allt.“

Svarar fyrir sig

„Hey Simmi Vill, það var hvorki átta mínútna myndband sem hann sá né nokkurskonar „fruss.“ Get your facts straight,“ sagði Anna Karen í Story í gærkvöldi og merkti veitingamanninn færslunni.

„Við getum hins vegar alveg talið upp nokkra hluti sem eru actually sannir,“ sagði hún og hélt áfram:

„1. Ég veit hver lak myndbandinu.
2. Myndbandið var tekið upp í október og lekið af aðila „löngu“ seinna. Hreint alls ekki út af áhyggjum.
3. Ég seldi aldrei þetta átta mínútna myndband, setti bara „trailer“ í Story.“

Simmi hefur ekki svarað Önnu Karen eða tjáð sig frekar um málið að svo stöddu.

Sjá einnig: Anna Karen hótar fjölmiðlum og viðskiptavinum kynlífsverkafólks vegna sjúkrabílamyndbandsins – „Ansi margir sem myndu missa vinnuna“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar