fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Gettu betur og Hrærigrautur: Trausti er stoltur spilaútgefandi

Fókus
Miðvikudaginn 14. desember 2022 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ótrúlega gaman að standa í þessu. Það er líka strembið og í ansi mörg horn að líta núna á aðventurnni,“ segir Trausti Hafsteinsson spilaútgefandi sem gefur út tvö íslensk borðspil fyrir þessi jól. Spilin hafa einmitt verið valin jólagjöf ársins af Rannsóknarsetri verslunarinnar ásamt íslenskum bókum.

Dagarnir hjá Trausta eru því langir í desember og andvökunæturnar nokkrar. Því nær sem dregur jólum eykst álagið en brosið hverfur ekki af andliti útgefandans.

„Það er ekkert stórt úgáfufyrirtæki á bak við spilin, við fjölskyldan stöndum bara saman í þessu. Okkur finnst þetta skemmtilegt og ég vona innilega að þjóðin taki spilunum opnum örmum um jólin,“ segir Trausti.

Spilin tvö eru Gettu betur spurningaspilið og skemmtispiliið Hrærigrautur. Það fyrra byggir á hinni geysivinsælu spurningakeppni Sjónvarpsins, nema að spurningarnar eru léttari en í sjónvarpsþáttunum. Keppendur berjast um bjölluna og í spilinu má finna hraða-, bjöllu-, vísbendinga- og staðreyndavilluspurningar ásamt þríþrautinni. Illugi Jökulsson rithöfundur bjó til spurningar þar sem allir landsmenn geta látið ljós sitt skína.

Illugi Jökulsson rithöfundur bjó til spurningar og þrautir í bæði spilin hans Trausta.

Hrærigrautur er aftur á móti leikur að orðum fyrir alla þá sem hafa gaman af íslenskri tungu en raunar líka þá sem hafa jafnvel ekkert gaman af íslenskunni en elska skemmtilega og fjöruga keppni. Keppendur glíma m.a. við nýorðasmíði, stafarugl, hengimann og tabú. Spilið er í raun hrærigrautur af öllum skemmtilegustu orðaleikjunum sem við þekkjum og bjó Illugi til þrautirnar í spilið. „Allir þeir sem hafa gaman af t.d. Alias, Fimbulfambi og Kappsmáli munu elska Hrærigraut. Þetta er spil sem fær fólk til að tala, bulla og hlæja,“ segir Trausti sem er óhræddur við að framkvæma hlutina.

„Ég elska að spila. Fyrir vikið er ég stoltur spilaútgefandi sem finnst gaman að vita til þess að spilin okkar fara inn á mörg heimili landsmanna til skemmtunar og ánægju. Spilin eru íslenskt hugvit og eiga heima á sem flestum heimilum enda sameina þau fjölskyldur og vinahópa.“

Útgefandinn hefur ákveðið að heiðra lesendur DV með sérstökum afslætti. Þú getur nýtt þér hann með því að fara inn á www.spilum.is og skráð inn afsláttarkóðann „DV“ þegar verslað er.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna