Jurgen Klinsmann goðsögn Þýskalands, telur að England og Frakkland hafi átt að mætast í úrslitaleik HM í Katar.
Englendingar eru úr leik eftir einmitt tap gegn Frökkum í 8-liða úrslitum en samkvæmt Klinsmann eru þetta tvö bestu lið mótsins.
England er enn að valda einhverjum vonbrigðum á stórmótum en komst í úrslitaleik EM 2022 en tapaði þar gegn Ítalíu.
,,Í heildina litið þá var þetta mjög jákvætt hjá Englandi. Frakkland gegn Englandi átti að vera úrslitaliekurinn eða undanúrslitin,“ sagði Klinsmann.
,,Því miður þurfti annað liðið að fara heim, þetta er ennþá lið sem er að þroskast og getur bætt sig á næstu árum.“
,,Þeir eru með mikil gæði sem eru að stíga upp og það er klárlega meira í vændum frá þessu liði.“