Giovanni Reyna, landsliðsmaður Bandaríkjanna, var ósáttur með ummæli Gregg Berhalter eftir að liðið féll úr keppni á HM.
Berhalter er landsliðsþjálfari Bandaríkjanna en hann gaf það út á mótinu að hann hafi íhugað að senda leikmann heim vegna hegðun sinnar á æfingasvæðinu.
Nú er búið að opinbera að sá leikmaður var Reyna en hann spilar með Borussia Dortmund í Þýskalandi.
Reyna fékk slæmar fréttir áður en mótið fór af stað en þá tjáði Berhalter honum að hlutverk hans á mótinu yrði mjög takmarkað.
,,Stuttu fyrir HM þá sagði landsliðsþjálfarinn mér að ég yrði lítið notaður á HM. Ég var miður mín. Ég er einhver sem er fullur af stolti og ástríðu,“ sagði Reyna.
,,Fótbolti er mitt líf og ég trúi á eigin hæfileika. Ég bjóst algjörlega við því og vildi mikið spila með hæfileikaríkum hóp á HM þegar við reyndum að skapa okkur nafn.“
,,Ég er líka mjög tilfinningarík manneskja og veit að það getur komið niður á mér á æfingasvæðinu sérstaklega stuttu eftir að hafa heyrt af mínu hlutverki.“
,,Ég bað stjórann afsökunar sem og liðsfélaga mína og var tjáð að mér væri fyrirgefið. Ég gaf allt í verkefnið bæði innan sem utan vallar.:“
,,Ég er mjög vonsvikinn með að það sé ennþá talað um þetta og steinhissa á að starfsmenn landsliðsins taki þátt í því. Berhalter hefur alltaf haldið því fram að öll vandamál verði leyst innan hópsins.“