Argentína er komið í úrslitaleik HM í Katar eftir leik við Króatíu í undanúrslitunum í kvöld.
Um var að ræða fyrri undanúrslitaleikinn en á morgun spilar Frakkland við Marokkó í hinum.
Lionel Messi er á góðri leið með að vinna sitt fyrsta HM og hann er svo sannarlega að eiga gott mót með Argentínu.
Messi bæði skoraði og lagði upp í kvöld er Argentína vann sannfærandi 3-0 sigur á þeim króatísku.
Julian Alvarez skoraði tvennu fyrir Argentínu í kvöld en annað mark hans var eftir frábæran undirbúning Messi.
Hér má sjá það mark.
Vá! Vá! Vá! Lionel Messi með frábæra takta er hann leggur upp þriðja mark Argentínu á Alvarez pic.twitter.com/diq1zesakY
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 13, 2022