Brasilíska goðsögnin Ronaldo yrði ánægður ef Lionel Messi vinnur HM með Argentínu í fyrsta sinn.
Messi er af mörgum talinn bestu leikmaður sögunnar en á eftir að vinna HM á löngum ferli sínum.
Ronaldo nýtti þó tækifærið og gagnrýndi spilamennsku Argentínu sem spilar nú við Króatíu í undanúrslitum.
,,Ég yrði mjög ánægður ef Messi vinnur HM. Sem Brasilíumaður væri ég ekki ánægður,“ sagði Ronaldo.
,,Fótbolti snýst um að spila til sigurs, það mun enginn afhenda þér neitt frítt. Hann á góða möguleika. Argentína spilar ekki frábæran fótbolta en þeir eru með mikinn vilja og hjálpast að.“
,,Svo ertu með Messi sem er svo hættulegur við vítateiginn. Persónulega yrði ég ánægður fyrir hans hönd.“