James Milner, leikmaður Liverpool, fékk ansi erfiða spurningu á dögunum er hann ræddi við Sky Sports.
Milner var spurður að því hvort hann myndi annað hvort aldrei spila golf aftur eða leika fyrir Manchester United.
Milner hefur spilað með Leeds, Manchester City og Liverpool en þar er enginn vinskapur við þá rauðu í Manchester.
Að sama skapi þá elskar Milner fátt meira en að spila golf og var spurningin því ansi erfið fyrir hann að svara.
,,Þetta er skelfileg spurning,“ sagði Milner í samtali við Sky Sports en hafði augljóslega gaman að.
,,Ég elska fátt meira en golf en ef ég þyrfti að velja þá myndi ég aldrei spila golf aftur.“