Framherjinn Cho Gue-sung hefur tjáð sig um það sem hann sagði við Cristiano Ronaldo í undanúrslitum HM.
Cho er leikmaður Suður-Kóreu sem tapaði 2-1 gegn Portúgal í 16-liða úrslitum.
Cho vakti athygli í leiknum og gerði Ronaldo reiðan er hann reyndi að fá stórstjörnuna til að flýta sér af velli eftir skiptingu.
Ronaldo tók ekki vel í hegðun Cho sem fékk töluverða gagnrýni en hann hefur nú útskýrt sitt sjónarhorn.
,,Við vorum í stöðu þar sem við þurftum að skora eitt mark gegn Portúgal og Ronaldo var skipt af velli,“ sagði Cho.
,,Hann var svo hægur að labba af velli svo ég öskraði á hann á ensku ‘hraðar.’ Ég vildi að hann myndi koma sér af velli fyrr.“
,,Hann var ekki ánægður. Það voru margir sem töldu að það sem ég gærði væri ekki ásættanlegt en ég vildi svo mikið vinna þennan leik.“