Armando Broja framherji Chelsea verður frá út tímabilið eftir að hafa slitið krossbönd. Hann þarf að fara í aðgerð.
Hinn 21 árs gamli Broja gerði vel á láni hjá Southampton á síðustu leiktíð en hefur verið í aukahlutverki hjá Chelsea á þessari leiktíð.
Chelsea var að íhuga að versla sóknarmann áður en fréttirnar af Broja bárust en nú er nokkuð ljóst að af því verður.
Broja vonast til þess að vera klár í upphafi næstu leiktíðar.