fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Icelandair flýgur til Tel Aviv næsta sumar

Eyjan
Þriðjudaginn 13. desember 2022 15:25

Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Icelandair tilkynnir í dag Tel Aviv sem nýjan áfangastað. Flogið verður þrisvar í viku frá Keflavíkurflugvelli, á miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum frá 10. maí til 29. október. Flugtíminn frá Íslandi er um sjö klukkustundir.

Tel Aviv er næststærsta borg Ísrael og þar er að finna fallegar strendur, fornminjar og söfn. Einnig er stutt að fara frá Tel Aviv til áhugaverðra staða á við Jerúsalem, Jórdaníu, Betlehem og Dauðahafið.

Eftirspurn eftir flugi frá Tel Aviv til Íslands hefur aukist undanfarið samhliða fjölgun ísraelskra ferðamanna. Auk þess er flogið á tíma sem hentar vel til tenginga við flug Icelandair til Bandaríkjanna og Kanada.

 „Tel Aviv er spennandi nýr áfangastaður sem passar vel inn í viðskiptalíkan okkar en mikil eftirspurn er eftir ferðum á milli Ísrael og Bandaríkjanna. Þá er þetta einnig góð viðbót við flóruna sem Íslendingum stendur til boða í beinu flugi en Tel Aviv býður upp á skemmtilega blöndu menningar, sögu og sólarstranda,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur