Bayern Munchen hefur sitt sig í samband við fulltrúa markvarðarins Dominik Livakovic í kjölfar frábærra frammistaða hans með króatíska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu í Katar. Það er Sky í Þýskalandi sem heldur þessu fram.
Þýska stórveldið leitar að markverði til bráðabirgða í kjölfar þess að Manuel Neuer meiddist á skíðum og verður frá út tímabilið.
Livakovic hefur verið frábær fyrir Króatíu og frammistaða hans í vítaspyrnukeppnum risastór ástæða fyrir því að liðið er komið alla leið í undanúrslit HM, þar sem liðið mætir Argentínu í kvöld.
Markvörðurinn Alexander Nubel er hugsaður sem langtímalausn í marki Bæjara, eftir að Neuer hverfur á braut. Sá er hins vegar á láni hjá Monaco.
Sem stendur er Sven Ulreich varamarkvörður Bayern en ekki er ljóst hvort félagið ætli að treysta á hann.
Því horfa Þjóðverjar til Livakovic. Hann er á mála hjá Dinamo Zagreb og hefur aldrei spilað utan Króatíu. Samningur hans við Dinamo rennur út sumarið 2024.
Bayern er á toppi þýsku deildarinnar þrátt fyrir erfiða byrjun á tímabilinu.