Ofurtölvan hefur spáð fyrir um hvaða lið mun standa uppi sem Heimsmeistari þetta árið, en mótinu í Katar lýkur á sunnudag.
Eftir standa Argentína, Frakkland, Króatía og Marokkó.
Argentínumenn mæta Króötum klukkan 19 í kvöld og Frakkar og Marakkóar eigast við á sama tíma annað kvöld.
Samkvæmt ofurtölvunni fer Argentína í úrslitin ásamt Frökkum. Þar mun hins vegar Frakkland standa uppi sem sigurvegari og verja heimsmeistaratitil sinn frá því fyrir fjórum árum í Rússlandi.