fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
433Sport

Gerði gott betur en Ronaldo sama dag og hann henti honum úr leik

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. desember 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Youssef El-Nesyri skoraði sigurmark Marokkó gegn Portúgal í 8-liða úrslitum Heimsmeistaramótsins í Katar um helgina. Liðið varð þar með það fyrsta frá Afríku til að komast í undanúrslit HM.

Markið skoraði El-Nesyri með glæsilegum skalla. Hann stökk alls upp í 2,77 metra hæð til að setja höfuðið í boltann og skora.

Gerði hann þar með gott betur en Cristiano Ronaldo í frægu skallamarki fyrir Juventus gegn Sampdoria. Þá stökk Portúgalinn í 2,56 metra hæð áður en hann skallaði boltann í netið.

Ronaldo var einmitt á bekknum í umræddum leik og kom inn á sem varamaður.

Sem fyrr segir er Marokkó komið í undanúrslit. Þar mætir liðið Frökkum annað kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19 að íslenskum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Völdu kynþokkafyllsta knattspyrnumann í heimi – Valið kemur á óvart

Völdu kynþokkafyllsta knattspyrnumann í heimi – Valið kemur á óvart
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kristoffer Grauberg samdi á Ísafirði

Kristoffer Grauberg samdi á Ísafirði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gjörsamlega trylltur út í Carragher og les yfir honum – „Farðu til fjandans“

Gjörsamlega trylltur út í Carragher og les yfir honum – „Farðu til fjandans“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Margir gagnrýna hópsöng – „Hann lítur vel út og hatar Palestínu“

Margir gagnrýna hópsöng – „Hann lítur vel út og hatar Palestínu“