Mikael Silvestre fyrrum varnarmaður Arsenal og Manchester United segir að Bukayo Saka verði að vera ögn harðari í leiknum sínum.
Gagnrýni Silvestre á kantmanninn knáa vekur athygli, Saka var besti leikmaður Englands á HM í Katar en liðið er úr leik.
„Kannski er Bukayo Saka aðeins of ljúfur, hann þarf að vera harðari í horn að taka,“ segir Silvestre.
Silvestre er frá Frakklandi og horfði á sína menn henda Englandi úr leik á laugardag.
„Hann er rosalega ljúfur og þarf meiri hörku í leik sinn. Hann hefur bætt það en það getur verið erfitt.“
„Hann hefur gert vel fyrir Arsenal og hann er enn mjög ungur, ef hann getur orðið ögn klókari. Þá á hann að fara á toppinn.“