Huw Merriman, þingmaður breska íhaldsflokksins, var í viðtali við Piers Morgan í gær. Þar var Arsenal meðal annars til umræðu, en þeir eru báðir stuðningsmenn félagsins.
Morgan rifjaði upp gamla færslu Herriman á Twitter, þar sem hann hraunaði yfir Morgan fyrir að tala illa um Arsenal og Mikel Arteta eftir slæmt gengi liðsins.
„Sem stuðningsmaður Arsenal í góðu og illu hvet ég aðra stuðningsmenn til að koma saman og losa okkur við þetta fífl úr allri Arsenal-tengdri umræðu,“ skrifaði Herriman á sínum tíma.
Morgan ræddi þetta í spjalli þeirra í gær.
„Ég er nógu stór til að viðurkenna að þú hafðir rétt fyrir mér. Arteta er frábær stjóri og við erum á toppi deildarinnar. Ég hata að gera þetta en verð að sætta mig við að þú hafir haft rétt fyrir þér og ég rangt,“ sagði hann.
Merriman hrósaði Morgan fyrir að minnast á þetta.
„Ég ætlaði ekki að minnast á þetta. Það sýnir hvað þú ert frábær maður. Hann er að gera frábæra hluti og vonandi brosum við báðir í lok leiktíðar.“
"Although it sticks in my gullet to do this, I have to accept that you were right and I was wrong."
Not something you hear from Piers Morgan every day, especially when it comes to Arsenal.@HuwMerriman | @piersmorgan | @TalkTV | #PMU pic.twitter.com/T5Bo5V0w5a
— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) December 12, 2022