Þetta eru niðurstöður nýrrar úttektar að sögn The Guardian. Í henni kemur fram að rasismi, útlendingahatur og mismunun hafi „grundvallar áhrif“ á heilbrigði fólks um allan heim en vísindamenn, stjórnmálamenn og sérfræðingar hafi litið fram hjá þessu.
Ónákvæmar og tilefnislausar ályktanir um erfðafræðilegan mun á kynþáttum halda áfram að hafa áhrif í gegnum rannsóknir, stefnu og aðgerðir að því er segir í úttektinni sem hefur verið birt í the Lancet.
Aðalhöfundur úttektarinnar, Delan Devakumar prófessor við University College London, sagði að rasismi og útlendingahatur sé til staðar í öllum nútímasamfélögum og hafi mikil áhrif á heilsu fólks og mismuni því á þessu sviði.
Hann sagði að þar til rasismi og útlendingahatur verða viðurkennd á alþjóðavettvangi sem stór drifkraftur hvað varðar heilsufar fólks, muni þessar rætur mismununar vera til staðar í skugganum og halda áfram að valda og ýkja ójafnvægi þegar kemur að heilsufari fólks.