fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Vítalía einhleyp og tekur einn dag í einu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 13. desember 2022 12:30

Vítalía Lazareva Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vítalía Lazareva segir dagamun á líðan sinni en hún sér ekki eftir því að hafa þorað að tala upphátt um það sem gengið hefur á í hennar lífi.

Hún opnaði fyrir spurningar fylgjenda sinna á Instagram í gær og var mikil forvitni um núverandi sambandsstöðu hennar. Hún sagðist ekki eiga kærasta en þessa dagana er hún á fullu að baka alls konar gotterí fyrir jólin. Vítalía er áhugabakari og heldur úti fyrirtækinu VL-bakstur þar sem í boði eru bæði vegan og hefðbundin bakkelsi.

Mynd/Instagram

„Ert svo hugrökk að standa með sjálfri þér,“ sagði einn fylgjandi við hana.

„Takk fyrir. Ég myndi aldrei gera neitt annað eða taka til baka að hafa þorað að tala og tjá mig, sama hversu erfitt það var, ég hef aldrei séð eftir því. Ég mun aldrei sjá eftir því að hafa þorað að tala,“ sagði þá Vítalía.

Aðspurð hvernig hún hefur það sagði Vítalía það vera misjafnt eftir dögum. „Stundum tek ég tvö skref aftur á bak áður en ég tek eitt áfram. Stundum er ég aktív en aðra daga kem ég mér ekki út úr húsi.“

Skjáskot/Instagram

„Ég er að koma til, ég leyfi mér að gráta, hlæja, brosa og anda eftir því sem líkaminn kallar á hverju sinni. Þetta hefur verið erfitt og tekið frá mér orku og gleði, stundum tek ég nokkra daga í lægð og leyfi mér það,“ sagði Vítalía um líðan hennar þessa stundina.

„Ef ég myndi vita svarið, einhverja töfralausn, þá myndi ég segja þér“

„Hvernig er hægt að gleyma narsissista,“ spurði einn fylgjandi.

„Ef ég myndi vita svarið, einhverja töfralausn, þá myndi ég segja þér,“ sagði hún og bætti við:

„Það sem hefur hjálpað mér og látið mig opna augun er að muna að sjálfsvirðingin þín/mín er ekki til sölu. Aldrei gleyma því. Þegar ofbeldi hefur átt sér stað er það komið til að vera. Ég hefði viljað að ég tæki mark á aðstoð frá fólki með reynslu og ekki reyna að afsaka allt. Ef ofbeldi ratar inn á heimili einu sinni þá er það komið til að vera.“

Skjáskot/Instagram

Hún þakkaði fylgjendum fyrir falleg og hughreystandi orð. „Takk fyrir hlýjuna og umhyggjuna í minn garð,“ sagði hún.

Hægt er að fylgjast með bakstursfyrirtæki Vítalíu á Instagram eða með því að smella hér.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“