fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Danmörk – Unglingar ákærðir fyrir að hafa barið mann til bana

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. desember 2022 21:00

Danskir lögreglumenn við skyldustörf. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag hófust réttarhöld í Hillerød í Danmörku yfir tveimur 18 ára piltum sem eru ákærðir fyrir að hafa barið Kim Hansen, 52 ára, til bana í Frederikssund í mars á þessu ári.

Árásin átti sér stað á A. C. Hansensveg um klukkan hálf sex að morgni 5. mars. Hansen bjó í Frederikssund og var á leið heim eftir að hafa fagnað sigri FCK yfir Randers daginn áður.

Hann gaf sig að piltunum, sem voru 17 ára á þessum tímapunkti, þar sem hann taldi þá vera að gera eitthvað sem ekki þyldi dagsljós. Piltarnir brugðust ókvæða við og réðust á fjölskylduföðurinn.

Samkvæmt ákærunni þá slógu þeir hann ítrekað og hrintu honum þar til hann féll á jörðina. Þeir héldu ofbeldinu þá áfram og trömpuðu á andliti hans og líkama. Mörg andlitsbein brotnuðu við þetta.

Kim Hansen var úrskurðaður látinn klukkan 06.20.

Ekstra Bladet skýrði frá því að annar pilturinn hafi tekið aðdraganda árásarinnar upp á farsíma sinn. Á upptökunni sjást þeir elta Hansen, öskra ókvæðisorð að honum og ýta honum. Hansen er með síma upp við eyrað og var að ræða við lögregluna. Þessi upptaka hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum að sögn lögreglunnar.

Piltarnir eru ákærðir fyrir að hafa beitt Hansen ofbeldi sem leiddi til dauða hans. Þetta er mildara ákvæði en ákæra um manndráp eða morð. Hámarksrefsing fyrir brot af þessu tagi er tíu ára fangelsi.

Piltarnir hafa viðurkennt að hafa beitt Hansen smávegis ofbeldi en segja að það hafi verið í sjálfsvörn. Annar neitar því sem honum er gefið að sök í ákærunni en verjandi hins hefur ekki viljað tjá sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“