fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Rússar beina kröftum sínum að ákveðnu skotmarki og það getur komið sér vel fyrir Úkraínumenn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. desember 2022 05:55

Úkraínskur skriðdreki. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harðir bardagar hafa geisað um langa hríð í og við bæinn Bakhmut í austurhluta Úkraínu. Samkvæmt fréttum erlendra miðla þá beinir rússneski herinn megninu af kröftum sínum að Bakhmut.

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, sagði nýlega að Rússar hafi jafnað Bakhmut við jörðu og breytt bænum í rústir einar. Allt að 90% af þeim 72.000, sem bjuggu þar fyrir stríð, eru flúnir, og þeir sem eftir eru halda til í kjöllurum og treysta á neyðarhjálp til að lifa af.

En sérfræðingar eru hissa á af hverju Rússar eyða svona miklum kröftum í bæinn sem er að mestu þýðingarlaus hernaðarlega séð.

Rússar réðust fyrst á bæinn í maí. Þá létust fimm manns, þar á meðal eitt barn. Í október yfirgáfu þeir bæinn. Í kjölfarið skýrðu úkraínsk yfirvöld frá því að lík rússneskra hermanna hefðu fundist í bænum og hefðu Rússar verið búnir að koma sprengjum fyrir á þeim. Þær áttu að springa þegar hreinsunarstarf stæði yfir.

Margir óbreyttir borgarar létust vegna skorts á lyfjum og mat þegar Rússar höfðu hann á valdi sínu.

Eftir að Rússar neyddust til að hörfa frá Kherson í nóvember beindu þeir sjónum sínum að Bakhmut á nýjan leik og hafa haldið uppi hörðum árásum á bæinn.

En þegar sérfræðingar eru spurðir um hvað Rússar ætli sér með bæinn segja þeir að erfitt sé að átta sig á því.

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War sagði í nýlegu stöðumati um gang stríðsins að þótt Rússar nái Bakhmut á sitt vald, þá veiti það þeim mjög lítinn ávinning.  Í tísti frá hugveitunni segir að kostnaður Rússar við sex mánaða harða og lýjandi bardaga um Bakhmut sé greinilega mun meiri en ávinningurinn sem þeir ná ef þeim tekst að ná bænum á sitt vald.

TV2 hefur eftir Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðingi við danska varnarmálaskólann, að greinilegt sé að Rússar hafi ákveðið „að þetta takist“ að þessu sinni.

Hann sagðist ekki telja að það fylgi því mikill hernaðarlegur ávinningur að ná Bakhmut úr höndum Úkraínumanna á meðan þeir standa sterkir að vígi í borginni Izyum sem er nokkur hundruð kílómetra norðan við Bakhumt.

„Þetta líkist með öðrum orðum öðrum tilgangi en hernaðarlegum. Kannski finnst Rússum að þeir hafi þörf fyrir að sýna fram á árangur,“ sagði hann.

Áður hefur komið fram að það séu aðallega málaliðar úr hinum svokallaða Wagnerhópi sem berjist við Úkraínumenn um Bakhmut. Nielsen sagði að hugsanlega leggi Rússar svona mikla áherslu á Bakhmut af því að Wagnerhópurinn vilji sýna að hann sé peninganna virði.

Hann sagði að hernaður Rússar þar sé mjög „áhættumikill“ því á meðan séu rússneskar hersveitir veikari fyrir annars staðar og það geti komið Úkraínumönnum að gagni við sókn þeirra, til dæmis í Luhansk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir