fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Innbrot á heimili í Árbæjarhverfi – Leiðinlegur veitingahúsgestur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. desember 2022 05:15

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á níunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um innbrot í heimahús í Árbæjarhverfi. Þegar húsráðandi kom heim var búið að brjótast inn í íbúð hans. Rótað hafði verið í hirslum og fartölvu og fleiri verðmætum stolið.

Á sjötta tímanum í gær var maður í annarlegu ástandi handtekinn á veitingahúsi í Miðborginni. Hann hafði áreitt gesti og stolið frá þeim. Hann neitaði að yfirgefa veitingahúsið þegar hann var beðinn um það. Hann er grunaður um brot á lögreglusamþykkt og var vistaður í fangageymslu sökum þess ástands sem hann var í.

Fimm ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum og var um ítrekað brot að ræða hjá honum hvað varðar að aka sviptur ökuréttindum.

Um klukkan tuttugu voru afskipti höfð af manni í Breiðholti sem er grunaður um vörslu fíkniefna. Hald var lagt á ætluð fíkniefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem Trump birti og er að gera allt brjálað

Sjáðu myndbandið sem Trump birti og er að gera allt brjálað
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kjarasamningar loksins í höfn og verkföllum aflýst

Kjarasamningar loksins í höfn og verkföllum aflýst
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir