Á sjötta tímanum í gær var maður í annarlegu ástandi handtekinn á veitingahúsi í Miðborginni. Hann hafði áreitt gesti og stolið frá þeim. Hann neitaði að yfirgefa veitingahúsið þegar hann var beðinn um það. Hann er grunaður um brot á lögreglusamþykkt og var vistaður í fangageymslu sökum þess ástands sem hann var í.
Fimm ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum og var um ítrekað brot að ræða hjá honum hvað varðar að aka sviptur ökuréttindum.
Um klukkan tuttugu voru afskipti höfð af manni í Breiðholti sem er grunaður um vörslu fíkniefna. Hald var lagt á ætluð fíkniefni.