Sky News og fleiri breskir miðlar skýra frá þessu. Þeir segja að breskir læknar hrósi aðferðinni í hástert og telji að hér geti verið um mikilvæg tímamót að ræða í krabbameinslækningum.
Það voru læknar við Great Ormond Street sjúkrahúsið sem önnuðust stúlkuna. Þeir beittu aðferð þar sem Alyssa fékk CD7 CAR-T frumumeðferð en í henni fólst að T-frumum úr heilbrigðum einstaklingi var dælt í hana. Búið var að breyta „bókstöfum“ í DNA-kóðanum þannig að fyrirmæli um ákveðin prótín breyttust einnig.
Eftir 28 daga sáust batamerki og þá gat hún gengist undir mergskipti í annað sinn.
Sex mánuðum síðar var hún laus við krabbameinið en hún verður undir eftirliti næstu mánuði til öryggis.
Læknar segja að þegar ákveðið var að gera tilraunina með þessa aðferð hafi aðeins verið um tvo kosti að ræða. Annað hvort þessa aðferð eða að hefja líknandi meðferð.
Alyssa er komin heim til sín í Leicester og hefur það gott.