fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Segir dulinn boðskap felast í ummælum Stoltenberg

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. desember 2022 09:00

Jens Stoltenberg er framkvæmdastjóri NATO. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég óttast að stríðið í Úkraínu fari úr böndunum og breiðist út og verði að stórstyrjöld á milli NATO og Rússlands. Þetta er mjög alvarlega staða og það eru örlagatímar í Evrópu og þar með fyrir Noreg. Ef þetta fer úr böndunum, getur þetta endað skelfilega.”

Þetta sagði Jens Stoltenberg í spjallþættinum „Lindmo“ hjá Norska ríkisútvarpinu NRK á föstudaginn. Hér fyrir neðan er hægt að lesa fyrri umfjöllun DV um það sem Stoltenberg sagði í þættinum.

Stoltenberg óttast að stórstyrjöld brjótist út á milli NATO og Rússlands

Áhyggjur Stoltenberg eru ekki ástæðulausar og það að hann sagði þetta í þættinum gæti verið byggt á samningi á milli NATO og Bandaríkjanna. Þetta sagði Peter Viggo Jakobsen, lektor í alþjóðastjórnmálum við danska varnarmálaskólann, í samtali við Ekstra Bladet.

„Þetta er vegna þess að menn hafa áhyggjur af hvað getur gerst ef Úkraínumönnum tekst að brjótast í gegnum rússnesku varnarlínurnar. Sérstaklega niðri við Svartahafið þannig að þeir geta komist til Krím,“ sagði Jakobsen

Hann sagði að Krím geti verið afgerandi fyrir hættuna á að Pútín beiti kjarnorkuvopnum og að til stórstyrjaldar komi. „Krím getur verið rauða línan,“ sagði hann og vísaði þar til þess að Rússar hafa sagt að ekki sé útilokað að þeir beiti kjarnorkuvopnum ef Úkraínumenn fari yfir „rauða strikið“. Ef það stefni í að Úkraínumenn séu að ná Krím á sitt vald geti það orðið til þess að Rússar beiti kjarnorkuvopnum.

Sagði Jakobsen að ekki sé útilokað að ummæli Stoltenberg séu byggð á sameiginlegri ákvörðun Bandaríkjanna og NATO um að senda Zelenskyy, Úkraínuforseta, og Vesturlöndum skilaboð um að Úkraínumenn verði kannski að halda aðeins aftur af sér.

„Venjulega hafa Bandaríkjamenn góða stjórn á því sem framkvæmdastjóri NATO segir og gerir. Ein af hugmyndunum með að segja þetta er að gefa til kynna að Úkraínumenn eigi að láta vera að ná miklu meira landi aftur úr höndum Rússa. Vandinn, séður með vestrænum augum, er að ef við leyfum Úkraínumönnum að hrekja Rússa á brott, þá eru mjög mikil hætta á að þeir beiti vígvallarkjarnorkuvopnum í Úkraínu til að koma í veg fyrir það,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Nauðgunardómur Vilhelms fer ekki fyrir Hæstarétt

Nauðgunardómur Vilhelms fer ekki fyrir Hæstarétt
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pétur mælir ekki með að fólk kaupi allar raðirnar í Lottó – „Þá er hann í vondum málum“

Pétur mælir ekki með að fólk kaupi allar raðirnar í Lottó – „Þá er hann í vondum málum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Í gær

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn
Fréttir
Í gær

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“