fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Alma Lind segir barnavernd hafa brugðist sér – „Ég endaði ólétt á götunni sofandi í ruslageymslu“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 11. desember 2022 22:00

Alma Lind

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alma Lind er 37 ára og er úr Vesturbænum. Hún er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Sterk saman.

„Ég er bara lítil sæt stelpa og brjálæðingur,“ segir hún brosandi og bætir við að hafa verið alin upp af mömmu sem er hörku kona sem vann mikið og var einstæð.

Alma hefur nýtt sér heilræði sem mamma hennar kenndi henni þegar hún var lítil: „Vertu bara sterk og dugleg.“

Byrjaði að reykja tíu ára

Aðeins 9 ára horfði Alma upp í stjörnurnar og hugsaði hvað hún hlakkaði til að mamma hennar myndi ekki ráða lengur og hún ætlaði að prófa allt.

Aðeins tíu ára var hún ein inni í kofa á leikskóla að æfa sig að reykja til þess að kunna það fyrir unglingsárin.

„Ég ætlaði ekki að vera hóstandi þegar allir hinir byrjuðu að reykja.“

Alma vissi að þetta yrði grýttur vegur en vissi að þetta yrði hennar leið. Hún byrjaði að drekka 13 ára og drakk hverja helgi.

Í 9. bekk lenti Alma í nauðgun og varð það til þess að allir krakkarnir snerust gegn henni því gerandinn laug.

Fyrsta meðferðin

Alma fór fyrst í meðferð 26 ára og náði þriggja ára edrúmennsku. Hún kynntist þá barnsföður sínum. Þegar sonur þeirra var tveggja og hálfs féll hún og barnsfaðir hennar fór með son þeirra.

Nokkrum mánuðum seinna var Alma orðin ólétt og náði að halda sér edrú þá meðgöngu með því að leita til geðdeildar í hvert skipti sem hún fann að hún væri tæp.

Barnavernd gerði Ölmu ekki gott og var í því að brjóta hana niður.

„Ég átti bara að vera inni á mömmu minni eins og einhver hræðilegur dópisti með barnið mitt og ekki treystandi fyrir neinu. Þetta er mjög niðurbrjótandi og fann að ég ætti ekki roð í þetta.“

Vildi bara deyja

Á einum tímapunkti sagði Alma við barnavernd að hún vildi að barnið sitt fengi góða fjölskyldu því hún gæti þetta ekki, hún vildi að barnið sitt fengi að eiga gott og fallegt líf, sama hvað það myndi gera henni.

„Ég vildi að hann færi í fóstur til 18 ára svo ég færi ekki að reyna einn daginn að rífa hann úr umhverfinu sínu, ég hef séð það gerast.“

Alma vildi bara deyja eftir þetta. Hún ákvað að sprauta sig og var í því í ár.

Í svona neyslu gerast ljótir hlutir.

Var beitt ofbeldi af lögreglu

„Ég lenti í sjö klukkutíma frelsissviptingu, árás, nauðgunum og bundin niður. Ég næ svo að hringja í systur mína sem hringir í lögregluna sem kemur og handtekur mig, festir mig svo í löggubílnum.

Ég hrækti eitthvað og þá er sett á mig einhver hrákugríma og tvær lögreglukonur beittu mig ofbeldi í bílnum líka, settu hnén í bakið á mér og fleira.“

Alma bætir við: „Ég var sett í klefa fyrst, næ svo að segja frá árásinni og fer á spítala, er öll blá og marin en er svo aftur hent í fangaklefa af því ég var undir áhrifum.“

Gerði samning við guð

Eftir að hafa búið á götunni í langan tíma og upplifað allt of margt kom Covid sem bjargaði lífi Ölmu.

Jólin á Brim hóteli var dimmur tími og Alma gerir samning við Guð.

„Ef ekkert kraftaverk væri búið að gerast fyrir 13. mars árið eftir ætlaði ég að hoppa fyrir lest í Danmörku. Það var í lok janúar sem ég var orðin ólétt og það var kraftaverkið mitt.“

Í stað þess að barnavernd hefði viljað vinna með Ölmu þarna endaði hún ólétt á götunni, sofandi í ruslageymslu, edrú.

Það má hlusta á viðtalið við Ölmu Lind í heild sinni í hlaðvarpinu Sterk saman.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
Fókus
Í gær

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nökkvi Fjalar er kominn til baka – „Gerum það ómögulega mögulegt saman“

Nökkvi Fjalar er kominn til baka – „Gerum það ómögulega mögulegt saman“