fbpx
Föstudagur 17.janúar 2025
Fréttir

Var sakaður um vopnað mannrán í Mexíkó – „Hann var náttúrulega alveg brjálaður“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 11. desember 2022 14:59

Kristján Þ. Davíðsson - Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Þ. Davíðsson er nýjasti gestur Einars Bárðarssonar í hlaðvarpinu Einmitt. Kristján er stjórnarformaður Brims og SOS barnaþorpa og ræðismaður Brasilíu á Íslandi. 

Á meðal þess sem Kristján ræðir í þættinum er þegar hann var sakaður um vopnað mannrán í Mexíkó árið 2014. Það var þó ekki um mannrán að ræða heldur björgunarleiðangur en Kristjáni tókst að bjarga íslenskri konu og barninu hennar með dramatískum hætti frá Mexíkó. Átta ár eru liðin frá þessu en Kristján tjáir sig nú um málið í fyrsta sinn með leyfi frá þeim sem um ræðir.

Konan sem um ræðir er tengd Kristjáni fjölskylduböndum var föst í ofbeldissambandi í Mexíkó. „Það var andlegt og líkamlegt ofbeldi, skulum segja það hreint út,“ segir Kristján sem vildi strax gera eitthvað í málunum.

„Þetta gat ekki gengið svona lengur. Ég var í aðstöðu til að gera eitthvað í því svo ég gerði það,“ segir Kristján sem talar spænsku en hann hefur meðal annars búið í Perú í fimm ár.

„Ég hef aldrei svitnað eins mikið“

Hann fór ásamt föður konunnar til Mexíkó að heimsækja fjölskylduna og tókst Kristjáni að sannfæra eiginmanninn mexíkóska um að hleypa eiginkonu sinni og dóttur í stutta heimsókn til Íslands. „En Kristján hafði annað í huga og við tók atburðarrás sem líkist best dramatískri kvikmynd,“ segir Einar.

„Við notuðum tækifærið þegar hann [eiginmaðurinn] þurfti að bregða sér frá þá var öllu því nauðsynlegasta pakkað niður í töskur sem við svo földum í skottinu á bílnum. Svo pökkuðu þær [mæðgurnar] í einhverjar handfarangurstöskur því þær voru bara á leiðinni til Íslands í hálfan mánuð,“ segir Kristján um björgunarleiðangurinn.

Þegar út á flugvöllinn var komið kom svo upp vandamál. Mæðgurnar voru ekki með mexíkönsk vegabréf heldur íslensk, einhvers konar passi hafði verið notaður þegar þær komu til Mexíkó og þær áttu að sýna sama passa til að komast úr landi.

„Ég hef aldrei svitnað eins mikið og talað eins mikla spænsku á þessum hálftíma sem ég ræddi við starfsmennina,“ segir Kristján en að lokum náði hann að sannfæra þá um að hleypa mæðgunum í gegn.

Þá hafði móðirin verið búin að gefast upp og hringja í eiginmanninn sinn til að segja að dóttir þeirra kæmist ekki út. Eiginmaðurinn ákvað þá að keyra upp á flugvöll til að sækja þær en hann kom um það leyti sem Kristján var búinn að fá leyfi til að hleypa mæðgunum báðum í gegn án passans.

„Þau stilltu sér upp þannig að hann sá ekki ferðatöskurnar og ég sagði: Nei nei, þetta er búið að reddast núna, ég er búinn að koma þessu í gegn.“

Kom til Íslands að sækja stelpuna

Að lokum náðu mæðgurnar að komast um borð í flugvélina sem lenti í Houston. Þaðan fóru þau til Kanada og síðan til Íslands. „Þau komust alla leið heim. Hann [eiginmaðurinn] var náttúrulega alveg brjálaður,“ segir Kristján en sögunni lauk ekki þar.

„Síðan kom hann til Íslands en þegar hann kemur þá ætlar hann bara að ná í stelpuna og fara með hana til baka. Það var náttúrulega gríðarlegt „panic“ þegar það uppgötvast að hann kom í skólann og sótti stelpuna. Nema hvað að hann er stoppaður af, það er kært til lögreglunnar, lögreglan í Keflavík er látin hafa myndir og er reiðubúin að stoppa hann. Þá skilur hann hvað er í gangi og kemur og skilar henni [stelpunni].“

„Ég vona að það líf sem hún lifir í dag sé betra en það sem hún lifði í Mexíkó.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“
Fréttir
Í gær

Íslenskir viðskiptavinir NOVIS varaðir við fjárhagslegu tjóni

Íslenskir viðskiptavinir NOVIS varaðir við fjárhagslegu tjóni
Fréttir
Í gær

Senda þriggja ára stúlku úr landi rétt fyrir lífsnauðsynlega aðgerð – „Mikil hætta er á að Emma verði alvarlega fötluð“

Senda þriggja ára stúlku úr landi rétt fyrir lífsnauðsynlega aðgerð – „Mikil hætta er á að Emma verði alvarlega fötluð“